Nú er það rautt – víða lokað fyrir hádegi

mynd: Veðurstofa Íslands

Veðurstofan hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Austan rok eða ofsaveður eða jafnvel fárviðri, 28-35 m/s. Búast má við hættulegum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 55 m/s, einkum undir Eyjafjöllum, við Ingólfsfjall og á heiðum. Snjókoma með köflum og mikill skafrenningur líklegur. Miklar samgöngutruflanir og niðurfelling þjónustu líkleg. Sjávarstaða er hækkuð og mikill áhlaðandi og ölduhæð. Hætta er á foktjóni og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að ganga frá lausum munum og vera ekki á ferð.

Mörg fyrirtæki og stofnanir í Vestmannaeyjum hafa sent frá sér tilkynningu um röskun á starfsemi framan af degi. Þar má nefna Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Íslandsbanka, Húsasmiðjuna, Vinnslustöðin hefur vinnu seinna en venjulega. Grunn- og leikskólar verða lokaðir en einnig verða allar stofnanir Vestmannaeyjabæjar lokaðar fyrir hádegi.

Mest lesið