Hjálpið okkur að gera bæinn okkar sem best undirbúinn undir hvellinn

Kæru Eyjabúar. Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að búist er við mjög slæmu veðri á sjálfan Valentínusardaginn, 14. febrúar. Þetta veður mun ekki sýna lausum hlutum neina ást og umhyggju. Við biðjum ykkur því að ganga tryggilega frá öllu lauslegu, hvort sem það eru ruslatunnur eða annað við ykkar hús og fyrirtæki. […]