Blátindur hefur losnað af festingum sínum og flotið til vesturs í átt að Vestmannaeyjahöfn. Háflóð var við Vestmannaeyjar klukkan 9:26. Starfsmenn Vestmannaeyjahafnar fóru á Lóðsinum og náðu bátnum en hann er að sögn viðstaddra við það að sökkva.

Bátnum var komið fyrir við Skansinn 2018 en þá var hann færður í lægi sem útbúið var fyrir bátinn vestan við hafnargarðinn, norðan við dæluhúsið.