Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja segir í samtali við Eyjafréttir að búast megi við því að veðrið gæti haldist stöðugt svona næstu 2-3 tímana. Verkefni næturinnar hafi verið af öllum toga en fá þeirra hefðu verið stór eignatjón. „Austan áttin hentar okkur oft betur en norð-vestanáttin sem við vorum að fást við í Desember.“

Arnór vildi ítreka það að fólk héldi sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir og hafa samband við 112 ef það þarf á hjálp að halda.