A.T.H. Engin Eagles-messa

Vegna óvæntra og óviðráðanlegra ástæðna neiðumst við til þess að fella niður fyrirhugaða Eagles-messu á morgun (sunnudaginn 16.febrúar) Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11.00, en engin önnur messa verður þennan dag. (meira…)
Flutningur á raforku til Eyja kominn í lag

Landsnet hefur lokið viðgerðum á flutningskerfinu. Flutningur á raforku til Eyja er því orðinn eðlilegur. HS Veitur vilja þakka Eyjamönnum fyrir rafmagnssparnaðinn, sem varð til þess að skömmtun var í algjöru lágmarki. (meira…)
Enn þarf að fara sparlega með rafmagn

Ívar Atlason hjá HS veitum segir að enn sé verið að keyra varaafl á fullum afköstum en viðgerð stendur yfir. “Landsnet er að vinna að viðgerð á Hellulínu og Hvolsvallar línu”. Hann biður Eyjamenn að fara sparlega með rafmagn meðan þetta ástand varir. (meira…)
Dýpsta lægð sögunnar á leiðinni?

Nú þegar íbúar á sunnanverðu landinu eru farnir að treysta sér út eftir föstudagslægðina er rétt að fara að fjalla um næstu lægð sem dýpkar nú ört og nálgast landið hratt úr suðvestri. Samkvæmt spám staðnæmist lægðin svo suður af landinu. Vindur verður minni á landinu heldur verið hefur í dag. Þó verður hvasst (yfir […]
Staða loðnuleitar rædd í ríkisstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði grein fyrir stöðu loðnuleitar á ríkisstjórnarfundi í gær. Nýafstaðinn könnunarleiðangar á vegum Hafrannsóknarstofnunar sýnir betra ástand stofnsins en fyrri mælingar bentu til, en gefur þó að mati Hafrannsóknastofnunar ekki tilefni til að leggja til útgáfu kvóta. Á fundinum gerði Kristján Þór grein fyrir því að rannsóknaskipið Árni Friðriksson […]