Ívar Atlason hjá HS veitum segir að enn sé verið að keyra varaafl á fullum afköstum en viðgerð stendur yfir. “Landsnet er að vinna að viðgerð á Hellulínu og Hvolsvallar línu”. Hann biður Eyjamenn að fara sparlega með rafmagn meðan þetta ástand varir.