Á fundi Framkvæmda- og hafnarráðs í gær, þriðjudaginn 18. febrúar, var samþykkt að gera kauptilboð í húseignina Skildingavegur 4. Tilboðsfjárhæð er 30 milljónir króna.
Ráðið óskar eftir því við bæjarráð að veitt verði fjárveiting sem mætt verði með eigin fé Vestmannaeyjahafnar.

Um er að ræða veiðafærakróna sem stendur vestan Skallabóls. Ólafur Snorrason, framkvæmdarstjóri Framkvæmda- og hafnarráðs, sagði þetta lið í því að greiða fyrir aukinni umferð. „Það er stefnan að reyna að greiða fyrir aukinni umferð vegna tíðari siglinga með Herjólfi og er þetta einn liður í því að bæta aðstöðuna.“ sagði Ólafur í samtali við Eyjafréttir.