ÍBV var í gær sektað um 150.000 krónur og fékk áminningu frá Mótanefnd HSÍ vegna vankanta á framkvæmd leiks ÍBV og FH í Coca cola bikarnum.

Fram kemur á Visi.is að á meðal þess sem ekki var í lagi var að leikmenn þurftu að ganga í gegnum áhorfendaskarann á leið til búningsherbergja og svo var aðgengi áhorfenda að klefa FH óhindrað og mikil læti þar fyrir undan. Hegðun stuðningsmanna ÍBV var einnig rædd í þessu máli en þeir mættu með myndir af mæðrum leikmanna FH og létu ýmis ófögur orð falla.