Nú er að fara af stað opið kynningar námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-17 ára, einnig fatlaða. Námskeiðið mun hefjast 22. febrúar og lýkur með vina- og fjölskyldumóti þann 29. mars. Þjálfari námskeiðsins er hún Þórey Katla fyrrum afreksspilari með 12 ár að baki í íþróttinni. Ekki er nauðsynlegt að eiga spaða.

Æfingar munur vera á laugardögum og sunnudögum uppí íþróttamiðstöð.
Laugardaga kl 10 – 11 fyrir 6 – 17 ára.
Laugardaga kl 11 – 12 fyrir fatlaða.
Sunnudaga kl 10 – 12 fyrir 6 – 17 ára.

Æfing í einn og hálfan og notum seinasta hálftímann í markmiðssetningu á sunnudögum.
Áhersla og markmið námskeiðsins.

  • Allir hafi gaman.
  • Fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar.
  • Markmiðssetning.
  • Tækni, fótaburð og samhæfingu.
  • Félagsleg styrking og samvinna.
  • Að þau fái nægilega kynningu fyrir komandi haust þar sem Þórey mun halda áfram að þjálfa.

Ábyrgðamenn/ættingjar eru vinsamlegast beðnir um að koma með á æfingar fatlaðra.

Varðandi fleiri upplýsingar er hægt að hafa samband við Þórey Kötlu á Facebook eða á [email protected].