Á aðalfundi Herjólfsbæjarfélagsins, sem haldinn var í gær, var Herjólfsbær afhentur Vestmannaeyjabæ til eignar. Í kjölfarið var starfsemi félagsins hætt.

Frá undirskrift eignaskiptanna. Árni Johnsen og Íris Róbertsdóttir.

Hugmyndin af endurbyggingu Herjólfsbæjar kemur frá Árna Jonsen og var keyrð áfram af honum. Lista- og menningarfélagið Herjólfsbæjarfélagið var stofnað til að halda utan um framkvæmdirnar.

Frá síðasta aðalfundi Herjólfsbæjarfélagsins sem fram fór í Höfðabóli, heimili Árna Johnsen. En Árni var forsprakki verkefnisins og rak það áfram.

Í októbermánuði 2005 var ráðist í byggingu nýs Herjólfsbæjar í Herjólfsdal. Að smíðinni var notast við áreiðanlegastu heimildir og reynt að gera hann sem líkastan upprunalegum bænum. Húsið var byggt sem langhús og gripahús.

Vestmannaeyjabæ var fyrst boðið húsið árið 2017 en var ekki gengið frá því fyrr en á aðalfundinum í gær 20.02.2020. Stjórn félagsins vill koma kæru þakklæti til allra sem komu að byggingu Herjólfsbæjar með einum eða öðrum hætti.

Hér að neðan má sjá myndir frá Halldóri Sveinssyni af bænum á hinum ýmsu byggingastigum.