Framtíðarsýn og áherslur í menntamálum var til umræðu í fræðsluráði í síustu viku. Þar var meðal annars rædd skipan í faghóp sem hefur það verkefni að stýra vinnu við gerð nýrrar framtíðarsýnar. Framhald af 3. máli 325. fundar fræðsluráðs frá 15. janúar sl.

Niðurstaða fræðsluráðs var eftirfarandi. Fræðsluráð leggur ríka áherslu á vandaða vinnu og breiða aðkomu fagaðila. Fræðsluráð skipar í starfshópinn:
Fræðslufulltrúa sem formann faghóps, kennsluráðgjafa grunnskóla sem ritara faghóps, ásamt sérkennsluráðgjafa leikskóla, skólastjóra grunnskólans, leikskólastjóra Kirkjugerðis og Sóla, fulltrúa leikskólakennara, fulltrúa kennara úr Hamarskóla (af yngsta stigi GRV), fulltrúa kennara úr Barnaskóla (af mið- eða elsta stig GRV), aðstoðarskólastjóra 5. ára deildar GRV, námsráðgjafa og fulltrúa foreldrafélags GRV.

Faghópurinn skili drögum til fræðsluráðs í september nk. og skal faghópur hafa lokið störfum fyrir lok nóvember 2020. Mikilvægt er að skólaráð, foreldraráð leikskóla, fulltrúar nemenda og nýstofnað ungmennaráð fái tækifæri til að rýna í vinnu og niðurstöður starfshópsins.