Fram hefur komið í fréttum að loðnuskipin Börkur, Polar Amaroq og Hákon voru á loðnumiðunum og kortlögðu fremsta hluta loðnugöngu skammt undan Papey á sunnudag. Hafrannsóknastofnun hefur fengið í hendur bergmálsgögn af mælum skipanna og er bráðabirgðamat að þarna sé nálægt 90 þús. tonn af loðnu. Hafrannsóknastofnun telur, út frá fyrirliggjandi gögnum, líkur á að umrædd loðnuganga sé sú sama og var mæld út af norðuausturhorninu fyrr í mánuðnum.  Þessar niðurstöður gefa ekki tilefni til breyttrar ráðgjafar. Um var að ræða stóra hrygningarloðnu, en á Hafrannsóknastofnun er nú verið er að vinna loðnusýni frá svæðinu. Takmörkuð yfirferð veiðiskipa á sunnudag er sú fjórða í röðinni á árinu, engin hinna þriggja fyrri sem allar voru heildstæðari gaf tilefni til ráðgjafar um að opna fyrir veiðar.

Hafrannsóknastofnun fylgist áfram með þróun á loðnumiðum í samráði við útveginn og mun fara yfir skráningar Polar Amaroq sem er áfram á miðunum jafnharðan og þær berast.

www.hafogvatn.is