Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Opið er fyrir umsóknir til 3. mars, kl. 16:00.

SASS hefur umsjón með Uppbyggingarsjóði Suðurlands sem veitir verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á Suðurlandi og er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, að vori og hausti. SASS veitir einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum á Suðurlandi ráðgjöf á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála.

Verkefni (umsóknir) geta uppfyllt eina eða fleiri áherslur sjóðsins. Skilyrði er að öll verkefni uppfylli að lágmarki markmið sjóðsins í hverjum flokki. Hversu vel verkefni eru talin uppfylla markmið og áherslur sjóðsins eru hluti af mati fagráðs við sérhverja úthlutun. Markmiðin eru að styðja atvinnuskapandiog/eða framleiðniaukandi verkefni, nýsköpun og verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs auk þess að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi.

Kynntu þér nýjar áherslur og úthlutunarreglur sjóðsins
www.sass.is/uppbyggingarsjodur