Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðurland. Viðvörunin tekur gildi klukkan 18:00 í kvöld og gildir til miðnættis.

Austan stormur eða rok, 23-28 m/s og vindvhiður allt að 40 m/s. Fyrst austantil á svæðinu, einkum undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum en einnig með suðurströndinni seinna í kvöld. Stórhríð og skafrenningur. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, og ekkert ferðaveður á meðan viðvörunin er í gildi.