Gert er ráð fyrir vonsku veðri á Suðurlandi í dag. Hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 15-25 m/s, hvassast undir Eyjafjöllum þar sem vindstrengir geta staðbundið farið yfir 35 m/s. Búast má við éljagangi um tíma, en við suðurströndina er snjókomubakki sem gæti borist inná land með samfeldari ofankomu og lélegu skyggni. Akstursskilyrði gætu orðið erfið og vegir ófærir, sérstaklega milli Hvolsvallar og Víkur og á Hellisheiði. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.