Knattspyrnumaðurinn knái, Jose Sito, sem sneri aftir ÍBV í janúar er nú loks orðinn löglegur með liðinu. Sito gerði tveggja ára samning við liðið í janúar og mun meðfram því þjálfa hjá félaginu.

Þó ólöglegur hafi verið, hefur Sito leikið vel með ÍBV á undirbúningstímabilinu sem og allt liðið. Sito tryggði m.a. ÍBV annað sæti í sínum riðlið í Fótbolta.net mótinu með tvennu gegn HK í 3-1 sigri í enda janúar. ÍBV lék því við Stjörnun um þriðja sætið. Sá leikur endaði hins vegar með sigri Stjörnunnar og fjórða sætið því staðreynd.

Strákarnir náðu þó fram hefndum síðastliðinn laugardag með 1-2 sigri gegn Stjörnunni í leik í Lengjubikarnum. Eftir tvo leiki og tvo sigra leiða þeir sinn riðil en ÍBV leikur í A deild, riðli 4 ásamt Val, Stjörnunni, Fjölni, Vestra og Víking Ó. Næsti leikur liðsins er á Origio vellinum á laugardaginn kl. 14.00 gegn Val.

Aðrar breytingar á liðinu, eins og staðan er í dag, eru sem hér segir.

Komn­ir:
27.2. José „Sito“ Seoa­ne frá Chattanooga Red Wol­ves (Banda­ríkj­un­um)
22.2. Bjarni Ólaf­ur Ei­ríks­son frá Val
22.2. Jón Inga­son frá Grinda­vík
9.1. Guðjón Ern­ir Hrafn­kels­son frá Hetti
16.10. Frans Sig­urðsson frá KFG (úr láni)

Farn­ir:
27.2. Priest­ley Griffiths í enskt fé­lag
22.2. Guðmund­ur Magnús­son í Grinda­vík (var í láni hjá Vík­ingi Ó.)
22.2. Al­freð Már Hjaltalín í Leikni R.
10.1. Gary Mart­in í Darlingt­on (Englandi) (lán)
19.12. Jon­ath­an Franks í Stockt­on Town (Englandi)
21.11. Oran Jackson í Bill­ericay Town (Englandi)
16.10. Sindri Björns­son í Val (úr láni)

Íslenski félagaskiptaglugginn opnaði 22. fe­brú­ar og er opinn fram í miðjan maí­ mánuð.

ÍBV leikur í 1. deild í sumar og hefur leik á Hásteinsvelli gegn Magna, frá Grenivík, laugardaginn 2. maí kl. 14.00.