Páley skipuð lögreglustjóri á Austurlandi

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hefur verið skipuð sem lögreglustjóri á Austurlandi til bráðabirgða. Inger L. Jónsdóttir, lögreglustjóri, lætur um mánaðarmótin af störfum. Sex einstaklingar sóttu um starfið sem dómsmálaráðherra skipar í. Skipanin hefur tafist en samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er vonast til að frá henni verði gengið fyrr en síðar. Þar til nýr lögreglustjóri tekur við […]

Undanúrslit í bikarkeppni 3.flokks karla

Í kvöld spila strákarnir í 3.flokki ÍBV gegn HK í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ. Leikurinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni og hefst klukkan 19:00. Með Sigri í þessum leik tryggja strákarnir sér sæti í bikarúrslitaleik sem fer fram í Laugardalshöll föstudaginn 6. mars. Á leiknum verða miðar til sölu á undanúrslitaleikinn hjá meistaraflokki karla gegn Haukum (meira…)

Klappa í stað þess að takast í hendur vegna Kórónaveirunnar

Vegna tilmæla frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis fer KSÍ þess á leit við aðildarfélögin að þau sleppi því að heilsast með handabandi fyrir leiki eins og venjan er þangað til annað verður ákveðið. Í stað handabandsins mælist KSÍ með því að liðin stilli sér upp með hefðbundnum hætti og klappi í stutta stund áður […]

Blaðamannafundur vegna úrslitahelgi Coca Cola bikarsins í beinni

Í dag kl. 12:15 verður blaðamannafundur í sal 1 í Laugardalshöll með þjálfurum og fyrirliðum þeirra liða sem leika til undanúrslita í Coca Cola bikarnum í næstu viku. Fundurinn hefst á að stjórnandinn opnar fundinn með svo tölu og þjálfarar og fyrirliðar karla sitja fyrir svörum í panel og endað er á þjálfurum og leikmönnum […]

Samherji leigir Smáey

Vegna seinkunar á afhendingu nýs Harðbaks hefur Samherji tekið togarann Smáey VE-444 á leigu næstu tvo mánuðina. Um er um að ræða 485,6 brúttótonna skuttogara í flokki skipa undir 29 metra lengd en skipið var smíðað af Nordship skipasmíðastöðinni í Gdynia í Póllandi árið 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu. Samherji leigir skipið af útgerðarfélaginu […]

Vinstrið er við völd

Á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi stofnaði meirihluti H- og E- lista nýtt svið í skipuriti Vestmannaeyjabæjar og setti að nýju á stöðu hafnarstjóra, stöðu sem meirihluti Sjálfstæðisflokks sameinaði við stöðu framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og sparaði sveitarfélaginu á annað hundrað milljónir. Stöðugildið mun kosta sveitarfélagið 15 milljónir árlega. Mikil þensla í rekstri á krísutímum Yfirvofandi loðnubrestur […]

Brimurðin óþekkjanleg

Vegfarandi sem reglulega gengur um Brimurð og nágrenni segir fjöruna gjörbreytta eftir óveður síðustu vikna. Miklir jarðvegsflutningar hafi átt sér stað bæði af völdum vinds og af ágangi sjávar. Göngustígur frá bílastæði niður í fjöruna sé nær horfinn og mikil tilfærsla hafi orðið á grjóti og öðrum jarðvegi í fjörunni. Einnig má sjá á myndunum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.