Vegfarandi sem reglulega gengur um Brimurð og nágrenni segir fjöruna gjörbreytta eftir óveður síðustu vikna. Miklir jarðvegsflutningar hafi átt sér stað bæði af völdum vinds og af ágangi sjávar. Göngustígur frá bílastæði niður í fjöruna sé nær horfinn og mikil tilfærsla hafi orðið á grjóti og öðrum jarðvegi í fjörunni. Einnig má sjá á myndunum að skriða hefur fallið í Litlhöfða. Viðmælandinn sem sendi okkur þessar myndir sagðist hafa gengið þarna um í mörg ár og aldrei orðið vitna af svo miklum breytingum á stuttum tíma.

Á síðasta fundi Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyjabæjar var óveður í Vestmannaeyjum 14. Febrúar til umræðu. Þar kom fram að mikið landbrot hefur einnig átt sér stað í Skansfjöru og Viðlagafjöru.