HK og ÍBV mætast í dag klukkan 16:00 í Olís deild kvenna í Kórnum í Kópavogi. Um er að ræða sannkallaðan fjögurra stiga leik fyrir stelpurnar. HK situr í fjórða sæti deildarinnar einu sæti fyrir ofan ÍBV. ÍBV getur með sigri jafnað HK að stigum og fært sig skrefi nær sæti í úrslitakeppninni.