Á fundi bæjarstjórnar síðastliðin fimmtudag var Skipurit Vestmannaeyjahafnar til umræðu. Áður hafði verið málið verið til umfjöllunar í framkvæmda- og hafnarráði.

sjá Vilja ráða stjórnanda við Höfnina vegna mikilla framkvæmda hjá Vestmannaeyjabæ

Nýtt stöðugildi verulega rekstraríþyngjandi
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að nýtt stöðugildi á framkvæmdasviði sem var samþykkt í fjárhagsáætlun yrði fyrst auglýst og metið hvernig sá starfsmaður drægi úr álagi á stjórnendur á sviðinu, áður en farið yrði í stórar breytingar á skipuriti Vestmannaeyjabæjar. Bæjarstjóri og nýr mannauðsstjóri veiti sviðinu aukinn stuðning og að starfslýsingar og verkaskipting starfsmanna hafnarinnar verði tekin til endurskoðunar. Nýtt stöðugildi stjórnanda við höfnina er ótímabært og verulega rekstraríþyngjandi.
Tillagan var felld með fjórum atkvæðum H– og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista.

Vestmannaeyjabær – framkvstjóri umhv.-og frkv.sviðs

Ráðinn sérstakur hafnarstjóri
Meirihlutinn lagði þá til samkvæmt tillögu starfshóps að ráðinn yrði sérstakur hafnarstjóri sem heyri beint undir bæjarstjóra. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum H– og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista.

Stjórnun hafnarinnar er ekki eins og best verður á kosið
Í kjölfarið bókuðu bæjarfulltrúar H– og E-lista. “Vestmannaeyjahöfn er lífæð samfélagsins bæði hvað varðar atvinnustarfsemi og sem aðalsamgönguæð. Það kemur skýrt fram í minnisblaði sem starfshópur framkvæmda- og hafnarráðs skilaði af sér að bæta þurfi skipulag og umgjörð starfsemi hafnarinnar töluvert svo vel sé. Mikið álag á stjórnendur hafnarinnar og langar og óskýrar boðleiðir valda því að stjórnun hafnarinnar er ekki eins og best verður á kosið. Skýra þurfi ábyrgðarsvið betur og gegnir hafnarstjóri þar lykilhlutverki.
Meirihluti E– og H– lista leggur til að staða hafnarstjóra verði endurvakin. Í framhaldinu þarf framkvæmda- og hafnarráð að skoða þau drög að skipulagi hafnarinnar sem liggja fyrir og skoða hvort hægt verði að hagræða með tilfærslum á verkefnum á móti.”

Vinstri meirihlutinn að uppfylla dýr kosningaloforð
Þá fylgdi bókun frá bæjarfulltrúum D-lista. “Vestmannaeyjahöfn er vel rekin, ársreikningar hafnarinnar sýna það svart á hvítu að rekstur hafnarinnar gengur með eindæmum vel. Meirihluti E– og H– lista fækkaði starfsfólki á framkvæmdasviði á síðasta ári m.v. það sem var árinu áður. Slíkt leiðir eðlilega til aukins álags á framkvæmdastjóra sviðsins sem og aðra starfsmenn.
Blikur á lofti eru í atvinnulífinu í Vestmannaeyjum, yfirvofandi loðnubrestur annað árið í röð sem mun valda tekjuskerðingu fyrir Vestmannaeyjahöfn, atvinnuleysi er vaxandi og því með öllu móti óábyrg og óskynsamleg ráðstöfun að þenja rekstur hafnarinnar út á sama tíma með auknu starfsmannahaldi. Ákvörðun fyrri meirihluta Sjálfstæðisflokksins að sameina stöðu hafnarstjóra við stöðu framkvæmdastjóra sviðsins hefur sparað sveitarfélaginu vel yfir 100 milljónir króna. Hér er vinstri meirihlutinn að uppfylla kosningaloforð sín um hafnarstjórastöðu sem kostar á fimmtándu milljón á ári a.m.k. og gerir það án þess að hafa hagsmuni reksturs Vestmannaeyjabæjar að leiðarljósi. Enn á ný á að fjölga stöðugildum, þenja reksturinn út á tímum þar sem aðhalds er frekar þörf.”