Bæjarstjórn ræddi Við óveður í Vestmannaeyjum 14. febrúar 2020 og afleiðingar þess á fundi sínum fyrir helgi. Þar var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða.

Aðfaranótt 14. febrúar sl. var aðgerðarstjórn Almannavarna virkjuð vegna óveðurs sem gekk yfir Eyjarnar um nóttina. Afleiðingarnar af óveðrinu voru m.a. þær að bilanir urðu á rafmagnsflutningum Landsnets og rafmagn keyrt á varaafli allan föstudaginn og hluta laugardagsins.

Raforkunotkun heimila er 5-6 MW yfir vetratímann. Þegar full vinnsla er í fiskvinnslustöðvunum og verið er að frysta t.d. loðnuafurðir er notkunin um 13 MW. Þar sem aðeins rúm 4 MW eru til staðar sem varaafl í Eyjum, gefur augaleið að alvarlegt ástand getur myndast ef alvarleg bilun verður í flutningskerfi Landsnets á Suðurlandi. Atvinnulífið mun enga raforku fá og einnig þarf að skerða eða skammta raforku til heimila.

Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og Almannavarnanefnd Vestmannaeyja og lýsir þungum áhyggjum af stöðu varaafls í Vestmannaeyjum.

Fundur verðu haldin í næstu viku með fulltrúum Landsnets og HS veitna, með atvinnulífinu og bæjarstjórn, til að upplýsa um ástandið og ræða næstu skref og aðgerðaáætlun til að bæta stöðu varaafls í Vestmannaeyjum.