Dómsmálaráðherra og Samgöngu- og sveitastjórnaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um að færa verkefni við rafræna útgáfu á reglugerðarsafni frá höfðuðborgarsvæðinu til embættis Sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Verkefnið miðar að því að tryggja að rafræn útgáfa af reglugerðarsafni, sem birtar eru í B deild Stjórnartíðinda, verði uppfært jafnóðum á vefsvæðinu reglugerd.is.

Um er að ræða átaksverkefni til fimm ára til að byrja með en unnið er að heildstæðri greiningu á nýjum verkefnum fyrir sýslumannsembættin. Í þessu verkefni er miðað við að eitt stöðugildi sérfræðings sinni verkefninu og það fjármagnað að hluta með stuðningi úr byggðaáætlun við fjarvinnslustöðvar. Stefnt er að því að verkefnið hefjist á fyrri hluta þessa árs.

Greint var frá þessu á vef Stjórnarráðs Íslands