Á fimmta tug kvenna á fyrstu æfingu Kvennakórs Vestmannaeyja

Á fimmta tug kvenna mætti á fyrstu æfingu Kvennakórs Vestmannaeyja

Á fimmta tug kvenna mættu galvaskar á fyrstu æfingu hins nýstofnaða Kvennakórs Vestmannaeyja. „Þrátt fyrir að hafa ekki verið 100% var þetta svo ofar öllum vonum og væntingum. Samhljómurinn og þéttleikinn í kórnum er eitthvað sem ég held að enginn hafi búist við á fyrstu æfingu,“ segir Kristín Halldórsdóttir, forsprakki og formaður hins nýja kórs á Fésbókarsíðu sinni. Kórinn æfir á mánudagskvöldum kl. 20.00 og eru allar konur velkomnar að sögn Kristínar.

Það verður spennandi að fylgjast með þessum nýja kór á næstu misserum.

Mest lesið