Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði í gær en til umræðu var meðal annars beiðni Alþingis um umsagnir um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Frestur til að senda inn umsagnir er til 19. mars 2020.
Bæjarráð fagnaði þingsályktunartillögu um atkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri og telur mikilvægt að landsmenn allir geti sagt hug sinn varðandi framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar.