Baldvin Harðarson

Grindhvaladráp í Færeyjum er aldagömul hefð

Eyjamaðurinn Baldvin Harðarson hefur búið í Færeyjum í mörg ár og hefur síðustu árin verið í  hlutastarfi hjá Aðalræðisskrifstofu Íslands í Þórshöfn. Þar taka þau á móti hópum frá Íslandi og segir hann Íslendinga áhugasama um sögu Eyjanna og  grindhvaladráp Færeyinga sem er aldagömul hefð hjá frændum okkar. Allt fer eftir ákveðnum reglum sem sumar hafa gilt í margar aldir. Baldvin hefur kynnt sér sögu grindhvalaveiða í Færeyjum og þann 7. mars verður hann með fyrirlestur í Sagnheimum þar sem hann fer yfir þessa merku sögu.  Ef allt gengur upp ætlar hann að gefa smakk af grindarspiki. Það  verður því Grind og saga en ekki Súpa og saga eins og þessi fyrirlestarröð kl. 13.00.

Þær frændur, Baldvin og Hörður Baldvinsson, safnstjóri Sagnheima fóru að ræða þetta og niðurstaðan varð að Baldvin kæmi til Eyja og segði frá þessum merka hluta í sögu Færeyja.

Allir hvalir skráðir frá 1584

Til eru myndir frá grindardrápi í Vestmannaeyjahöfn árið 1959 og verða sýndar myndir af því sem Sigurgeir Jónasson tók. Það var tilfallandi en Færeyingar taka þetta mjög alvarlega. „Það eru allir hvalir sem drepnir hafa verið frá árinu 1584 skráðir. Ég ætla að segja frá því hvernig þetta gengur fyrir sig frá því grindarboð kemur og verð með litskygnur (slaitshow) til að sýna hvernig þetta fer fram. Ég byggi þetta þannig  upp að fólk getur stoppað mig og spurt um efnið. Þetta hefur reynst vel því oft er fólk búið að gleyma því sem það ætlaði að spyrja um þegar opnað er á spurningar í lok erindis,“ segir Baldvin og fólk mun ekki koma að tómum kofanum.

Heimildir frá 1298

„Þetta er mjög áhugarvert, skiptingin og hvernig þeir gera þetta. Það er til skráðar heimildir frá 1298 þegar Sauðbréfið var gert. Þá voru setta reglur sem gilda enn og skrásetningin frá 1584. Prestaköllin áttu grindina og svo byrjaði kóngurinn að skattleggja hana. Ég segir frá hvernig þessu var skipt og hvernig það er reiknað út. Þetta er sagan og hvernig þeir gera þetta. Bæði á öldum áður og í dag.

Baldvin vill að gestir fái að smakka á grindarspikinu. „Ég ætla að reyna að koma með sýnishorn af þessum góða mat. Ekki er víst að það gangi en ef það gengur geta allt að 80 manns fengið að smakka,“ segir Hörður sem hefur fest rætur í Færeyjum.

„Ég fór til Færeyja í maí 1988 þannig að hér hef ég búið í rúm 30 ár. „Ég hef verið hér í hálfu starfi síðan Ræðismannsskrifstofan opnaði 2007 en verið að mestu í eigin rekstri frá því ég kom.“

Sagan – Þjóðaríþrótt Færeyinga frá fornu fari

Grindhvaladráp hefur frá fornu fari verið nefnt þjóðaríþrótt Færeyinga. Grindin er lítill tannhvalur og er ekki í útrýmingarhættu, enda skipta hvalfriðunarsamtök sér ekki af veiðunum. E.t.v. ræður þar mestu að Færeyingar nýta sjálfir, allt sem þeir veiða af grind. Færeyingar hafa haft gott eftirlit með grindveiðunum í gegnum tíðina og til eru skrár yfir allar grindveiðar.

Stofnstærðin fylgir ákveðnu lögmáli og nær stofninn hámarki á 110 ára fresti, síðast árið 1980. Grindarformaður er sá kallaður sem sér um skráningu allra grindveiða. Hann sér einnig um að ákveða, hvar grindin er rekin að landi, þegar fréttist af henni við eyjarnar. Eins og sjá má er þetta ábyrgðarmikið starf og að sama skapi eftirsótt. Kosningar á danska þingið eru ekki neitt neitt í augum Færeyinga á móti kosningum grindarformanns. Stundum eru margir tugir manna í framboði og kosningaslagurinn í algleymingi.

Skipt niður á öll heimili

Grindina nýta Færeyingar að öllu leyti sjálfir, eins og áður kom fram. I minni byggðum er veiddri grind skipt niður á öll heimili á staðnum, þannig að allir fái sinn skammt. Í Þórshöfn, fjölmennasta stað Færeyja, gilda eilítið aðrar úthlutunarreglur. Þar fá þeir sem standa í veiðunum sinn skammt og eins geta allir sem vilja, látið skrá sig niður og fá þannig sinn skerf af kjötinu.

„Þegar við komum á staðinn var sjórinn litaður blóði, út eftir öllurn firði, og dýr og menn veltust um í sjónum. Greinilega ekkert kynslóðabil, því sumir þeirra sem við veiðarnar voru, gátu ekki talist háir í loftinu. Grind er drepin bæði fljótt og vel, ein hnífsstunga í öndunaropið og síðan rist á – búið. Sem dæmi má nefna að 154 dýr voru drepin á 9 mínútum í Þórshöfn fyrst í júní. Eftir að búið var að slátra öllum dýrunum,“ segir í frásögn af grindhvaladrápi í Færeyjum.