Þeir aðilar inn­an sjáv­ar­út­vegs­ins sem Morg­un­blaðið hef­ur rætt við hafa veru­leg­ar áhyggj­ur af því hvaða af­leiðing­ar það kann að hafa fyr­ir fyr­ir­tæki sem reka fisk­vinnslu fari svo að fyr­ir­tæk­in verði lokuð í tvær vik­ur vegna kór­ónu­veiru­smits hjá starfs­manni.

„Þetta yrði högg fyr­ir þjóðarbúið,“ seg­ir einn út­gerðaraðili. Aðrir hafa lýst því að þung­bært gæti orðið fyr­ir fyr­ir­tæki að loka og að það gæti haft var­an­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir rekst­ur, meðal ann­ars sök­um þess að fyr­ir­tæk­in gætu ekki af­hent vör­ur sam­kvæmt samn­ing­um. Á móti kæmi að sam­keppn­isaðilar er­lend­is væru lík­leg­ir til þess að lenda í sömu stöðu.

Hafa aukið þrif

„Við funduðum með sótt­varna­lækni okk­ar á mánu­dag­inn og fór­um yfir þetta með hon­um. Auðvitað get­um við bara und­ir­búið okk­ur og get­um ekk­ert gert fyrr en við sjá­um hvað ger­ist,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag. Spurður hvaða áhrif það myndi hafa ef starf­sem­in þyrfti að stöðvast vegna smits, svar­ar hann: „Það yrði al­veg hrika­legt að loka í miðri vertíð. Það væri mjög al­var­legt.“

Sig­ur­geir Brynj­ar seg­ir að þegar hafi verið gripið til aðgerða til þess að vernda vinnustaðinn um­fram það um­fangs­mikla hrein­læti sem viðhaldið er þegar mat­væla­fram­leiðsla er ann­ars veg­ar. „Í vinnsl­un­um eru eft­ir hvern ein­asta kaffi­tíma öll hand­rið, hand­föng, borð og stól­ar þveg­in og sprittuð.“