Eins og við greindum frá var hafist handa við að lyfta Blátindi VE 21 af hafnarbotninum í morgun. Okkar maður Óskar Pétur Friðriksson var að sjálfsögðu á staðnum og fylgdist með herlegheitunum og myndaði.

Verkefnið var í höndum GELP diving og stýrt af Gunnlaugi Erlendssyni. “Það var frábærlega að þessu staðið hjá Gunna og félögum,” sagði Óskar Pétur í samtali við Eyjafréttir. “Aðgerðin gekk fullkomlega upp og eiga þeir mikinn heiður skilinn sem að henni stóðu.”

Næstu skref eru að meta ástandið á bátnum og í framhaldinu að ákveða honum hlutverk og dvalarstað.

Hér að neðan má sjá myndir frá Óskari Pétri sem sýna ferlið frá A til Ö.