Það var ekki að sjá á áhorfendastúkunnu í Laugardalshöllinni í kvöld, þegar ÍBV mætti Haukum í undanúrslitum Coca-cola bikarsins, að leikurinn væri í næsta nágreni við Hafnafjörðin. Eyjamenn voru mikið fjölmennari og létu vel í sér heyra.

Leikurinn var í járnum framan af og eftir átta mínútna leik var staðan aðeins 1-1. Jafnt á öllum tölum þar til síga fór á leikhlutann. Þá tóku Eyjamenn við sér og fóru með þriggja marka forrystu inn í hálfleik.

Þrátt fyrir góða byrjun Hauka í síðari hálfleik þar sem þeir minnkuðu niður í eins marka mun misstu Eyjamenn aldrei tökin á leiknum, þó litlu mætti muna á stundum, og komust fljótlega aftur upp í fjögurra marka forskot. Hauka menn náðu þá aftur að jafna leikinn í kjölfariðá klaufalegum tveggja mínútna brottvísunum Eyjamanna. Þannig stóð þegar skammt var eftir. Eyjamenn voru þó sterkari á loka mínútunum og tryggðu sér farseðillinn í úrslitaleikinn á sunnudaginn gegn annað hvort Stjörnunni eða Aftureldingu.

Theódór Sigurbjörnsson fór á kostum í leiknum og var markahæstur í liði ÍBV með níu mörk. Aðrir markaskorarar voru
Hákon Daði Styrmisson – 6 / 3
Kristján Örn Kristjánsson – 5
Sigurbergur Sveinsson – 2
Elliði Snær Viðarsson – 2
Kári Kristján Kristjánsson – 2 / 1
Dagur Arnarsson – 1

Björn Viðar Björnsson varði tíu skot í marki Eyjamanna, þar af eitt víti og Peter Jokanovic varði tvö.

Nú er bara að fjölmenna í Laugardalin á laugardaginn kl. 16.00 og tryggja Coca-cola bikarnum farseðil til Eyja.

Áfram ÍBV.