Huginn Ve er á leiðinni til Kyllibegs á Írlandi með 1.900 tonn af kolmunna. Aflann fengu þeir vsv af Írlandi um 730 sjómílur frá Vestmannaeyjum.

„Við lögðum af stað rétt fyrir miðnætti og reiknum með að vera þarna í fyrramálið þetta er 300 sjómílna sigling héðan af miðunum,“ sagði Guðmundur Huginn Guðmundsson skipstjóri í samtali við Eyjafréttir.

Þetta fyrsti túrinn á þessu ári. En Huginn sagði að framhaldið hjá þeim réðist fyrst og fremst af veðrinu á miðunum. „Þetta er erfiðasta hafsvæði sem maður sækir á en góðu afli. Við verðum að draga í stuttan tíma svo við lendum ekki í vandræðum með pokann. Við erum að veiða á miklu dýpi og oft gengur á ýmsu við að ná pokanum upp. Þetta gekk vel núna og við sluppum ágætleg við veðrið,“ sagði Huginn að lokum.