Heimsókn sveitarstjórnarmanna af Suðurlandi til Danmerkur sem fyrirhugð var 9. – 12. mars hefur verið frestað. Þetta staðfesti Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri samtaka sunnlenskra sveitarfélaga við Eyjafréttir.

“Já, henni hefur verið frestað. Sökum útbreiðslu COVID-19-kórónuveirunnar, þróunarinnar sem átt hefur sér stað síðustu daga og óvissunnar í tengslum við hana telur stjórn SASS ábyrgast að fresta kynnisferð sveitarstjórnarmanna af Suðurlandi til Danmerkur.”

Til stóð að þrír fulltrúar frá Vestmannaeyjabæ færu með í þessa ferð.

Ákveðið hefur verið að fresta ferðinni fram á haust og að hún verði farin 21. – 24. september n.k. Hjá SASS er ekki fyrirhugaðar fleiri aðgerðir eða breytingar en samtökin líkt og aðrir meta stöðuna frá degi til dags.