ÍBV tryggði sér í dag bikarmeistaratitil karla 2020 í hörku leik gegn stjörnunni 26-24 í Laugardalshöll. Þetta er fjórði bikarmeistaratitill ÍBV. Petar Jokanovich átti stórleik í marki ÍBV og varði 17 skot þar af tvö víti og var að lokum valinn maður leiksins. Markahæstir í liði ÍBV voru Kristján Örn Kristjánsson með sex mörk, Theodór Sigurbjörnsson fimm og svo voru þeir með fjögur Hákon Daði Styrmisson, Fannar Þór Friðgeirsson og Kári Kristján Kristjánsson. Von er á liðinu heim með Herjólfi með 20:45 ferðinni.