ÍBV stelpurnar í fjórða flokki sigruðu nú fyrir skömmu HK2 í úrslitaleik Coca cola bikarsins. Leikurinn endaði með 12-22 sigri ÍBV. Sunna Daðadóttir afar góðan leik í marki ÍBV.

Elísa Elíasdóttir, úr ÍBV, var valin besti leikmaður úrslitaleiksins.

Mörk ÍBV: Elísa Elíasdóttir 6, Helena Jónsdóttir 4, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 4, Þóra Björg Stefánsdóttir 3, Amelia Einarsdóttir 2, Katla Arnarsdóttir 1, Berta Sigursteinsdóttir 1, Herdís Eiríksdóttir 1.
Varin skot: Sunna Daðadóttir 11, Júnía Eysteinsdóttir 2.

Við óskum stelpunum til hamingju með árangurinn.