ÍR heimsækir bikarmeistarana

Bikarmeistarar ÍBV taka á móti ÍR klukkan 18:30 í kvöld. ÍBV er í sjötta sæti Olís-deildarinnar með 24 stig en ÍR í því sjöunda með 22 stig. Ljóst er að hvert stig skiptir máli í baráttunni um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni.   (meira…)

Kap VE út til loðnuleitar

Áhöfnin á Kap VE gerir sig klára í 10 daga loðnuleitarleiðangur við suðurströndina, vestur með landi og síðan norður. Skipið heldur til Þorlákshafnar undir kvöld til að sækja rannsóknarmenn og veiðarfæri, síðan verður siglt og leitað í von um að finna nógu mikla loðnu til að stjórnvöld heimili veiðar í einhverjum mæli. „Enginn vinnur í […]

Fiskiríið hefur verið gott en veðrið leiðinlegt

Ísfisktogararnir hafa verið að fiska ágætlega síðustu daga þrátt fyrir óhagstætt veður. Bergey VE kom til Vestmannaeyja í gær eftir tvo sólarhringa á veiðum með fullfermi og var aflinn mestmegnis ufsi. Heimasíðan hafði samband við Egil Guðna Guðnason skipstjóra á Vestmannaey VE í morgun og spurði tíðinda. „Við erum á landleið með fullan bát og […]

Upplýsingasíða um Laufey opnar

“Íslenskur menningararfur er innblástur hönnunar þjónustumiðstöðvanna. Stöðvarnar verða opnar allan sólarhringinn og bjóða upp á hleðslustöðvar fyrir bíla og raftæki, sjálfsalaverslanir með fjölbreyttu vöruúrvali, sjálfhreinsandi salerni, gagnvirk upplýsingaborð, upplýsinga- og auglýsingaskjái, markað með handverki úr héraði, leiksvæði, sjónauka og fleira,” segir á forsíðu nýrrar heimasíðu Laufeyjar. Sveinn Waage, markaðstjóri Svarsins og umsjónamaður verkefnisins sagðist bjartsýnn á að fjármögnun kláraðist fljótlega og Laufey opnaði í […]

Sundlaugin lokar klukkan 13:00 á laugardag

  Vegna fjölda leikja á laugardaginn neyðumst við til að loka sundlauginni kl 13. Annars er það að frétta af framkvæmdum að karla klefinn er að verða klár og vantar í raun bara hurðarnar sem eru á leiðinni. Kvennaklefinn er kominn vel á veg og opnar rétt á eftir karlaklefanum. Stefnan er að opna karlaklefann […]

Kap VE fer í loðnu­leit­

Ákveðið er að senda loðnu­skipið Kap VE til loðnu­leit­ar og rann­sókna. Það verður 4. loðnu­leiðang­ur­inn í vet­ur. Birk­ir Bárðar­son, fiski­fræðing­ur og leiðang­urs­stjóri hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, kvaðst vona að hægt yrði að fara þegar á morg­un í a.m.k. tíu daga leiðang­ur. Í gær var unnið að skipu­lagn­ingu. Starfs­menn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar verða með um borð. „Við þurf­um að fara […]

Hvað á að gera við Blátind?

Fundur framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja fór fram í gær en þar var Blátindur VE meðal annars til umræðu. En þann 5. mars síðastliðinn var Blátind komið á þurrt í upptökumannvirkjum Vestmannaeyjahafnar, en skipið losnaði af stæði sínu við Skansinn í aftakaveðri 14. febrúar. Báturinn sökk síðan við Skipalyftubryggjuna. Köfununarþjónustan GELP sá um að koma lyftibelgjum […]

Barna- og æskulýðsstarf Landakirkju í fullum gangi

Barna- og æskulýðsstarf Landakirkju heldur ótrautt áfram í Landakirkju. Æskulýðsfulltrúinn, Gísli Stefánsson hefur verið frá undanfarnar vikur vegna veikinda en nú er allt komið aftur á fullt. Krakkaklúbbarnir hittast á miðvikudögum í safnaðarheimilinu og halda svo í helgistund í Landakirkju þar sem er sungið, leikið leikrit eða sögð saga og farið með bænir. Að því […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.