Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fresta öllum fjölliðamótum yngriflokka næstu tvær vikurnar. Til stóð að mót í 5. fl. kvenna yngri færi fram í Vestmannaeyjum 20-23. mars. Í frétt á vef HSÍ kemu fram að sambandið verið í nánu sambandi við þau félög sem fyrirhuguðu að halda fjölliðamót á næstu 2 vikur. Ljóst er að þegar hafa borist afboðanir þátttakenda og sjálfboðaliða og því erfitt fyrir umrædd félög að fullnægja þeim skilyrðum sem sett hafa verið af hálfu almannavarna til skipuleggjenda viðburða. Í þessu ljósi hefur HSÍ ákveðið að fresta öllum fjölliðamótum á vegum HSÍ næstu tvær vikur. Þetta á því við um eftirfarandi mót

FH                          5. fl. kvenna eldri             13-15. mars
KR                          5. fl. karla eldri                  13-15. Mars
Fram                     6. fl. karla eldri                  13-15. mars
Víkingur               6. fl. kvenna eldri             13-15. mars
Stjarnan              5. fl. karla yngri                 20-23. mars
ÍBV                        5. fl. kvenna yngri            20-23. mars
Fjölnir                   6. fl. karla yngri                 20-23. mars
HK                          6. fl. kvenna yngri            20-23. mars

HSÍ mun tilkynna sérstaklega um framhaldið hjá þessum flokkum. Ítrekað er að aðrir leikir í öðrum flokkum og keppnum fara fram skv. leikjadagskrá en staðan hvað það varðar verður metin daglega og allar ákvarðanir tilkynntar hlutaðeigandi aðilum.

Þá hefur Karatefélag Vestmannaeyja ákveið að hafa  æfingahlé vegna COVID-19. Í tilkynningu frá félaginu er iðkendum er óskað gæfu og góðrar heilsu og hvattir til æfinga heima við.