Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir skemmstu samkomubann í fjórar vikur sem tekur gildi á miðnætti 15. mars. Háskólum og framhaldsskólum verður lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum.

Starf leikskóla og grunnskóla verður áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Alþjóðahafnir og alþjóðaflugvellir eru undanskildir banninu en verslanir eru ekki undanskildar. Þannig verður takmarkað hversu margir mega vera inn í stórum verslunum á hverjum tíma.

Fram kom í máli Svandísar að samkomubann gildir ekki um flugvélar og skip og kemur því ekki til með að takmarka farþegafjölda í Herjólfi.