Herrakvöldi handboltans sem átti að vera föstudaginn 27. mars n.k. er frestað til haustsins.  Ástæðan er veiran (auðvitað kvenkyns) og samkomubann sem sett hefur verið á.  Til stóð að hafa Herrakvöldið og þá bara fyrir 99 gesti en eftir að ljóst  var að Einar Björn og Halli Hannesar höfðu báðir skráð sig þá var það niðurstaða Braga Magnússonar verkfræðings að útilokað væri að hafa 2 metra á milli gesta.

Nánar um Herrakvöldið síðar en þeir sem vilja fá endurgreitt geta haft samband við Viktor á Rakarastofunni milli kl. 8 og 8:30 alla morgna.