Nú eru samtals 43 einstaklingar í sóttkví í Vestmannaeyjum og fyrirséð að þeim muni fjölga á næstunni. Þetta kemur fram í tilkynningu á facebook síðu Lögreglunnar í Vestmannaeyjum.

Tveir hafa greinst með staðfest smit af COVID-19 og eru í einangrun í Vestmannaeyjum.

Gerðar höfðu verið ráðstafanir vegna smitvarna á lögreglustöð og þar af leiðandi voru einungis 2 lögreglumenn taldir þurfa að fara í sóttkví að mati rakningateymis í kjölfar staðfests smits lögreglumanns.