Blátindur var settur tímabundið á flot í morgun. Hann verður á floti á meðan gerðar verða nauðsynlegar breytingar á lyftupallinum en fjarlægja þarf “púðana” sem skipskjölur hvílir venjulega á og koma fyrir vögnum. Þetta er gert svo hægt sé að draga blátind norður fyrir upptökumannvirkið þar sem hann kemur til með að bíða örlaga sinna á þurru.