Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar bregðast afar vel og yfirvegað við hertum aðgerðum sem gripið var til í fyrirtækinu í baráttunni við kórónaveiruna/covid 19. Fyrir það ber að þakka um leið og hvatt er til þess að haldið sé áfram á sömu braut næstu daga og vikur.

  • Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar eru hvattir til að eiga góð samskipti við næstu yfirmenn sína ef spurningar vakna eða þeir vilja koma athugasemdum á framfæri.
    • Ábendingar um hvað betur megi fara í sóttvörnum, samskiptum eða starfsemi hjá okkur yfirleitt eru vel þegnar!
  • Vinnslustöðin mun áfram halda starfsfólki upplýstu um gang mála og bregðast við nýjum aðstæðum sem upp kunna að koma.

Samstaða, góð samskipti og stuðningur skipta miklu máli og eru farsælustu ráðin til að sigrast á erfiðleikum sem eru tímabundnir en enginn veit samt hve lengi vara.

Það sem gerir þessa tíma sérstæða er sú staðreynd að heimsbyggðin öll glímir við veirufaraldurinn á sama tíma.

Sami vandi steðjar því að öllum, hvar svo sem fólk lifir og starfar í veröldinni. Af sjálfu leiðir því að við þurfum að sigrast á erfiðleikunum í sameiningu.

Kveðjur og þakkir,
framkvæmdaráð Vinnslustöðvarinnar
17. mars 2020.

Áríðandi er að afla sér upplýsinga og fylgja ráðleggingum!
Upplýsingasíðan covid.is – https://www.covid.is/
English info.https://www.landlaeknir.is/koronaveira/english/
Polski https://www.landlaeknir.is/languages/polish/