Kennari í Hamarsskóla hefur greinst með kórónaveirusýkingu en hann hefur ekki verið við kennslu undanfarna daga. Í varúðarskyni hefur þó verið tekin ákvörðun um að til sunnudags, nema annað verði ákveðið,  fari starfsmenn og nemendur starfsstöðvarinnar í úrvinnslukví á meðan rakningarteymi vinnur úr upplýsingum. Í framhaldi verður haft samband við þá sem þurfa að fara í lengri sóttkví. Áréttað skal að um öryggisráðstöfun er að ræða til að hindra mögulega útbreiðslu smits á meðan málið er skoðað nánar.

Búið er að greina starfsmönnum og foreldrum frá stöðunni sem upp er komin.

Farið verður yfir stöðuna með viðbragðsaðilium eftir því sem hún skýrist og foreldrar og starfsmenn upplýstir um þróun mála.

Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri

Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri GRV