Á upplýsingafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag var útbreiðsla smita í Vestmannaeyjum og uppruni þeirra til umræðu. Talið barst að útslitaleik ÍBV og Stjörnunnar í Laugardalshöll 7. mars síðastliðinn. En tíðrætt hefur verið um að rekja megi flest smit í Vestmannaeyjum helgarinn umræddu.

Víðir segir að HSÍ hafi verið í samskiptum við almannavarnir í aðdraganda bikarúrslitaleiksins. Þá voru það ráð frá almannavörnum að halda áfram með bikarhelgina.

“Við stöndum og föllum með okkar ákvörðunum eins og öllu öðru” sagði Víðir að endingu.