Sealife Trust safninu hefur verið lokað tímabundið vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Starfsfólk hefur notað tímann til að sinna viðhaldi og þrifum. Eitt af því sem þarf að sinna reglulega eru þrif á botni laugarinnar þar sem hvalirnir dvelja.

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Georg Skæringsson við þrif á botni laugarinnar undir ströngu eftirliti systranna Litlu Grá og Litlu Hvítar. Georg vakti mikla athygli hjá þeim systrum sem ólmar vilja sjá betur hvað Georg er að gera.

Audrey Padgett forstöðumaður safnsins segir þær systur vera mjög forvitnar um allan gesta gang í og við laugina. Einnig séu þær vanar því að fá óskipta athygli allra í kringum sig og því óvarnar því að einhverra sé ekki að sinna þeim. Þá hafi þær líka gaman að loftbólunum sem fylgja kafaranum.

Aðspurð um afleiðingar kórónaveirunnar á störf safnsins segir Audrey að ákveðið hafi verið að loka safninu tímabundið í samráði við Sealife trust foundation. „Við höfum skipt upp starfsfólkinu og vinnum nú með lágmarks mannskap hverju sinni. Þetta gerum við til að geta brugðist við því ef eitthvað kemur upp á hjá starfsfólki. Við verðum alltaf að setja velferð dýranna í fyrsta sæti og sjá til þess að þeim verði sinnt.“

Audrey segist vissulega búast við því að faraldurinn hafi áhrif á sumarið hjá þeim eins og öðrum. „Það er ekki mikið sem við getum gert annað en að bíða og sjá til hvernig þetta þróast.