Sandra Erlings til ÍBV á ný

ÍBV sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að Sandra Erlingsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Söndru þarf ekki að kynna fyrir Eyjamönnum, enda Eyjamær sem lék m.a. með liði ÍBV á árunum 2016-2018 við góðan orðstír.

Árið 2018 flutti Sandra til Reykjavíkur þar sem hún hefur stundað nám og leikið með liði Vals í Olísdeildinni.

 

Mest lesið