Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynningu sem handknattleiksdeild ÍBV sendi frá sér í dag. Birna lék á árum áðum í marki fyrir kvennalið ÍBV í knattspyrnu.

Birna er örvhent skytta og hefur leikið með íslenska landsliðinu undanfarin ár, en með landsliðinu hefur hún skorað 118 mörk í 58 leikjum.

Birna hefur leikið erlendis í atvinnumennsku frá árinu 2013. Hún hóf atvinnumannaferilinn í Savehöf í Svíþjóð en hefur síðan leikið með Glassverket IF í Noregi, Aarhus í Danmörku og nú síðast með Neckarsulmer í þýsku úrvalsdeildinni.