Blátindur VE var í morgunn dreginn af lyftupalli upptökumannvirkis Vestmannaeyjahafnar norður eftir dráttarbrautinni á Eiðinu. Blátindur er ekki alls ókunnugur þessum slóðum en báturinn stóð á Eiðinu um langt skeið áður en hann var settur á flot. Núna bíður Blátindur örlaga sinna á svipuðum slóðum en ekkert hefur verið ákveðið um hver verði næstu skref já þessum öldungi. Óskar Pétur tók þessar myndir af ferlinu í dag.