Einn flinkasti mat­reiðslumaður lands­ins, Gísli Matth­ías Auðunns­son sem alla jafna er kennd­ur við Slipp­inn, Skál og að hafa stofnað Mat & Drykk hef­ur brugðið á það snjalla ráð að setja sam­an glæsi­lega matarpakka sem viðskipta­vin­ur­inn eld­ar sjálf­ur.

„Við ákváðum að loka um leið og fyrsta sam­komu­bannið var sett á því okk­ur fannst ekki við hæfi að hafa staðinn op­inn á Hlemmi þar sem mikið af fólki kem­ur sam­an. Hvorki fyr­ir starfs­fólkið okk­ar né fyr­ir gest­ina okk­ar,” seg­ir Gísli um til­urð verk­efn­is­ins. Hann seg­ir að eft­ir að hafa legið und­ir feldi og leitað leiða til að halda áfram í ein­hverri mynd til að vernda dýr­mæt störf.

„Við vild­um ekki þurfa að segja upp fólk­inu okk­ar og það varð úr að hug­mynd­in fædd­ist. Við köll­um þetta Skál – ELDAÐ HEIMA! Í matarpökk­un­um er mat­ur­inn sem er á mat­seðlin­um okk­ar þannig að þú ert að fá SKÁL heim til þín. All­ir rétt­irn­ir eru þannig að það tek­ur ekki nema 10-15 mín­út­ur að út­búa þá.”

Gísli seg­ir að til að byrja með verði þetta allt rétt­ir sem hafi verið á mat­seðlin­um á Skál! Þar má nefna vin­sæla rétti á borð við bleikj­una og síðan nauta skirt steik­ina en síðan er planið að mat­seðill­inn breyt­ist milli vikna.

„Af þessu til­efni höf­um sett upp tölvu­póstlista fyr­ir frétta­bréf og viku­lega mat­seðla sem við mun­um senda út viku­lega á meðan þessu stend­ur. Aðal hug­mynd­in var að geta haldið uppi góðum gæðum en samt mæta þeim hertu kröf­um sem hafa orðið gagn­vart veit­inga- og þjón­ustu­störf­um. Pakk­arn­ir munu verða í tveim­ur stærðum og verða í boði alla daga vik­unn­ar.”

Tvær stærðir verða í boði – sá minni sem er hugsaður fyr­ir tvo full­orðna og kost­ar 5.000 krón­ur og síðan er það fjöl­skyldupakk­inn sem er hugsaður fyr­ir tvo full­orðna og tvö börn og kost­ar 7.500 krón­ur.

Pakk­arn­ir koma með öll­um hrá­efn­um og ætti und­ir­bún­ings­tím­inn ekki að vera meiri en 10-15 mín­út­ur. Til viðbót­ar við matarpakk­ana er hægt að fá til­búna kalda rétti auka­lega sem og eft­ir­rétti sem hægt væri að bæta við.

„Okk­ur hlakk­ar inni­lega til að bjóða öll­um Skál! mat­inn á ný með bros á vör! Að hluta til fannst okk­ur þetta skemmti­leg hug­mynd þar sem marg­ir hafa kannski meiri tíma á hönd­um sér og þætti gam­an að elda ein­fald­ar máltíðir heima. Í raun að fá svona hálf-til­bún­ar máltíðir frá okk­ur og leggja svo sitt loka touch á rétt­inn og í leiðinni að fara út að borða á Skál! en heima hjá sér,” seg­ir Gísli að lok­um en hægt er að panta máltíðirn­ar HÉR.

mbl.is greindi frá