Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fundaði í vikunni til afgreiðslu lágu umsóknir af ýmsum toga. Þrír aðilar sóttu um stöðuleyfi á Vigtartorgi um er að ræða leyfi frá 1. maí til 30. sept. 2020. Þeir sem sóttu um voru Óttar Steingrímsson f.h. Island Adventure, Egill Arnar Arngrímsson f.h. Stakkó ehf og Haraldur Geir Hlöðversson f.h. Seabirds and Cliff Adventur ehf.

Allar umsóknirnar voru samþykktar með þeim fyrir vara að staðsetning söluskúra skuli vera í samráði við starfsmenn Umhverfis- og framkvæmdasviðs.