Karolina Olszowa og Marta Wawrzynkowska skrifuðu í gær undir eins árs framlengingu á samningi sínum við ÍBV. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu ÍBV þar segir að stelpurnar hafi spilað stór hlutverk í liðinu og staðið sig með mikilli prýði. Jafnframt hafa þær fundið sig vel í Eyjum og segjast ótrúlega ánægðar með fólkið og stemninguna hérna. Við erum því ótrúlega ánægð með að þær hafi samþykkt að leika a.m.k. eitt tímabil í viðbót og verða þær klárar í slaginn á komandi tímabili.

Ljóst er að ÍBV ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili því hér er um að ræða fjórðu undirskriftina hjá ÍBV á einni viku.