Eins og flestir Eyjamenn vita hafa margir einstaklingar greinst með COVID-19 smit í Vestmannaeyjum. Ýmsum sóttvarnaaðgerðum er beitt til að halda frekara smiti í skefjum. Markmiðið með þeim er m.a. að „greina fljótt – rekja fljótt – klukka fljótt“( í sóttkví/einangrun). Fá tilfelli hafa greinst síðustu 3 daga í Eyjum, en til að skoða betur hvort óþekkt uppspretta getur verið í gangi í samfélaginu telur umdæmislæknir sóttvarna rétt á þessum tímapunkti að bjóða upp á útvíkkaða skimun í Vestmannaeyjum hjá einstaklingum með núverandi einkenni öndunarfærasýkingar.  Því býðst fólki að svara spurningalista þeim sem hér fylgir og senda inn og hluta þeirra sem svara („líklegasta hópnum“) verður boðið að koma í sýnatöku í framhaldinu. Þeim auðkennum sem boðið verður sýnataka verða birt opinberlega og þá þurfa þeir einstaklingar sem vilja og eiga viðkomandi auðkenni að hafa samband við HSU í Vestmannaeyjum (sjá nánar hvernig þegar listinn verður birtur). Framkvæmd er með þessum hætti til að tryggja vernd persónuupplýsinga.

Hægt verður að svara spurningarlistanum frá klukkan 13:00 í dag og til 22:00  í kvöld.
Bestu kveðjur,
Hjörtur Kristjánsson umdæmislæknir sóttvarna

https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx?id=AEpfAJjnuEqQ4GT9jeL0ld9u5t3YZVVAkXV7ySI5CthUN1VFNFdPNDZLRUI0MEVRUVpFVDYxQks2Ty4u