“Höldum í gleðina á erfiðum tímum og fáum okkur ís…FRÍTT” segir í færslu á facebook síðunni hjá Tvistinum. Þar verður Eyjamönnum boðið upp á að koma í bílalúguna í Tvistinum og þar sem þeir geta fengið barnaís í brauði ókeypis. Þetta kostaboð stendur Laugardag og Sunnudag (28.mars-29.mars) milli kl.13-17 á meðan birgðir endast.